Við erum komin með nýja vefsíðu! Ef þú rekst á villur, endilega sendu okkur línu á info@labelyourself.is
MENU

Merking í föt

Merki í þinni hönnun. Týnast fötin í leikskólanum eða skólanum? Merking í fötin er lausnin sem þú ert að leita að - sjáðu besta úrvalið hér fyrir neðan! Við mælum með fatalímmiðum í barnafötin og straumerkjum fyrir þau eldri á elliheimilið.



Þarftu aðstoð?
Við erum tilbúin að aðstoða þig í síma 4160125
eða með tölvupósti á info@labelyourself.is.
  Hefja spjall


Merki í föt fyrir einstaklinga og fyrirtæki:


Margar skapandi sálir nota nafnaböndin okkar í heimagerðu hlutina, og gefa þeim ennþá meiri persónuleika.

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að, hafðu þá endilega samband - svo við getum hjálpað þér að finna lausnina.

Vissir þú, að fyrir bara 859 kr. getur þú fengið nafn í 20 stk. af fötum? Við sérhæfum okkur í merkingu í föt fyrir foreldra, stofnanir, skapandi sálir og stór og lítil fyrirtæki. Við bjóðum upp á breitt úrval, þar sem það finnst ekki ein vara sem passar öllum tilefnum.

Merking fyrir fyrirtæki:


Að markaðssetja sig og skara fram úr, hefur aldrei verið mikilvægara en akkúrat núna.
Við bjóðum uppá, í stóru og litlu upplagi, sérgerð ofin merki, fatamiða, stærðarmiða, þvottamiða og svona mætti lengi telja.

Til foreldra um merkingu í barnaföt:
Passaðu fötin í daglegu amstri. Sem faðir tveggja drengja hefur Ulrik frá Ikast Etiket upplifað að peysa eða jakki týnist í leikskólanum/skólanum. Það er leiðinlegt fyrir börnin, sérstaklega ef að jakkinn hverfur á köldum degi. Það er álíka leiðinlegt fyrir foreldra og leikskólakennara þegar fötin týnast. Þegar komið er að því að sækja börnin, sem eru þreytt, er ekki langt frá hlátri til gráts... Þetta gaf Ulrik hugmyndina að merkingunni, sem þú getur séð á heimasíðunni okkar.
Von okkar er að sýnileg merking í góðum gæðum sem þolir þvott, geti hjálpað þér í amstri dagsins. Ekki bara þegar maður skilar og sækir börnin, heldur líka á ferðalögum o.s.frv. Okkar reynsla er að margar stofnanir biðja foreldra um að merkja föt og skó barnanna. Sumir foreldrar gleyma því nú samt eða merkingin hverfur í þvotti eða með tímanum. Öll merki frá Ikast Etiket eru ótrúlega slitsterk og haldast á, þar sem þau eiga (eins og barnafötin) að þola mikla notkun. Við mælum með straumerkjum og/eða nafnaböndum í barnafötin. Þau eru alveg sérstök og eru auðveld að setja í. Þau eru mjúk og haldast á þvott eftir þvott! Nafnabandið er mjög flott, og sérstaklega fínt vefað - við mælum með því að sauma nafnaböndin í fötin svo þau haldist á í lengri tíma.