Pantaðu veislulímmiða og gerðu veisluna ennþá persónulegri. Settu Disney límmiða á Smarties pakkana, eða settu persónulega límmiða á After Eight. Mjög skemmtilegt smáatriði. Þú hannar sjálf/ur límmiðana svo þeir passi við veisluna, hvert sem tilefnið er. Skemmtileg lausn fyrir brúðkaupið, afmælið, skírnina, ferminguna eða stúdentsveisluna.
Við bjóðum uppá gott úrval af límmiðum sem passa fullkomlega á súkkulaðin sem hægt er að kaupa beint út í búð, og þú getur líka valið eigin stærð og notað ímyndunaraflið. Notaðu límmiðana einnig til að skreyta bollakökurnar / cupcakes svo þær passi við þemað. Þú setur bara límmiða á tannstöngul, og stingur í kökuna.
Límmiðarnir eru líka fullkomnir fyrir fyrirtæki, sem vilja gefa súkkulaði með eigin lógó / vörumerki. Mjög ódýr og góð lausn.
Athugið, að sumar týpur af súkkulaði fást í fleiri stærðum, svo vertu viss um að stærðin passi.
Þemaveislan verður ennþá betri, ef þú einbeitir þér að smáatriðinum. Settu persónulega límmiða á súkkulaðið, sem passar við veisluna.
Á síðunni okkar geturðu sjálf/ur valið liti, myndir og leturgerðir, sem passa fullkomlega við þemað í veislunni þinni. Það er auðvelt að velja t.d. fótbolta fyrir fótboltadrenginn (eða jafnvel merki uppáhalds fótboltafélagsins) eða prinsessu fyrir prinsessuveisluna.
Afhendingartíminn er 3-7 vinnudagar. Möguleiki á hraðsendingu. Hafðu samband á info@ikastetiket.dk
Staðreyndir
- Settu persónulegt twist á sætindin í veislunni.
- Límmiðarnir passa fullkomlega á súkkulaði sem hægt er að fá í flestum verslunum.