Ef þig vantar lyklabönd með mjög nákvæmri prentun, til dæmis myndum, þá eru lyklabönd með stafrænni prentun lausnin.
Ef þú þarft að nota lyklaböndin fljótt getum við hjálpað þér með okkar lyklaböndum með stafrænni prentun.
Fannstu ekki það sem þú leitaðir að? Skoðaðu öll
lyklabönd hér.
Lyklabönd með stafrænni prentun eru mjög fínlega ofin, og við hitaprentum á þau. Með þessari tegund prentunar getum við náð öllum smáatriðum á lyklaböndin, til dæmis myndum.
Við gerum hálsböndin frá grunni og getum því gert þau eftir þínum óskum. Þú velur breidd bandsins, litinn, prentunina og aukahlutina, svo sem með sylgju, smellufestingu, plastvasa fyrir kort, farsímasnúru osfrv.
Það er einnig hægt að fá böndin með öryggisfestingu við hálsinn, til að koma í vef fyrir köfnun. Það er góð hugmynd ef Ecolan hálsböndin verða notuð af börnum eða þegar unnið er við vélar osfrv.
Í sérstökum tilvikum og gegn aukagreiðslu getum við afhent böndin á 1 viku.
Staðreyndir
- Lyklabönd með stafrænni prentun eru mjög fínt ofin lyklabönd
- Mjög nákvæm prentun
- Stöðluð stærð 20x900 mm, en við getum gert þau í hvaða stærð sem þú vilt.