Allir límmiðarnir okkar eiga það sameiginlegt, að vera ótrúlega slitsterkir og með sterku lími. Þeir þola vind og veður, og uppþvottavél. Svo hver sem þörfin er - höfum við lausnina.
Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að, hafðu þá endilega samband við okkur svo við getum fundið bestu lausnina fyrir þig.
Við bjóðum upp á breitt úrval af límmiðum með penti. Merktu það sem þú vilt ekki týna...
Passaðu leikföng barnanna með límmiðum
Sem faðir tveggje drengja, hefur Ulrik frá Ikast Etiket oft upplifað að leikföngin eða nestisboxin skila sér ekki heim eftir daginn.Það er leiðinlegt fyrir börnin og pirrandi fyrir leikskólakennara og foreldra.
Þegar maður sækir yndælu og þreyttu börnin sín, er ekki langt milli hláturs og gráturs...
Þetta gaf Ulrik hugmyndina að mismunandi merkingu á eigum fólks, sem þú getur séð á heimasíðunni okkar. Von okkar er að sjáanleg merking í gæðum sem þola notkun, geti hjálpað stofnunum og foreldrum í amstri dagsins. Ekki eingöngu þegar maður skilar og sæki börnin, heldur líka á ferðalögum, á leikvellinum o.s.frv. Reynslan sýnir okkur, að margar stofnanir biðja foreldra um að merkja eigur barnanna. Margir gleyma því samt, eða nafnið hverfur eftir þvott eða með tímanum.
Öll merki frá Ikast Etiket eru slitsterk og haldast á í langan tíma. Því að eins og fötin, eiga þau að þola mikla notkun.
Til fyrirtækja
Að markaðssetja sig og skara frammúr, hefur aldrei verið mikilvægara en akkúrat núna. Við bjóðum uppá, í stóru og litlu upplagi, sérgerða límmiða með þínu prenti eða vörumerki. Möguleikarnir eru endalausir, og við getum mætt þínum kröfum. Við prentum á vínyl eða pappír, svo hægt er að nota þá bæði úti og inni. Við getum einnig prentað á gegnsæjan vínyl, og í þeim litum þú óskar.