Fáanlegt ofið eða prentað í eigin hönnun, til að tryggja hámarksöryggi á viðburði.
Hátíðararmböndin lokast best með góðri töng. Við seljum sérstakar Krumputöng og Borðtöng á kr. 8.295 og 12.495
Verð í þinni hönnun, á stk.
100 stk. | 219 ISK |
250 stk. | 99 ISK |
500 stk. | 69 ISK |
1000 stk. | 49 ISK |
2500 stk. | 49 ISK |
Með flýtikostnaði getum við framleitt armböndin á u.þ.b. 1 viku.
Upphafskostnaður á hönnun er 10.000 kr.
Verðin hér að ofan eiga við hönnun með allt að 6 litum.
Fyrir lítinn viðburð er hægt að fá frá 10 stk. af ofnum hátíðararmböndum -
ýttu hér
Ef þú þarft armböndin mjög fljótt, ef þú hefur sérstakar óskir eins og QR kóða, myndir eða liti sem blandast saman, getum við nú prentað armböndin í mjög góðum gæðum. Sjá myndina hér að ofan.
Með flýtikostnaði getum við framleitt armböndin á u.þ.b. 1 viku.
Frekari upplýsingar um hátíðararmböndin okkar
Við erum sérfræðingar í að búa til hátíðararmbönd sem geta verið ofin eða prentuð nákvæmlega eins og þú vilt. Það er einfalt að hanna einstök hátíðararmbönd á þessari síðu. Annar möguleiki er að velja eina af stöðluðu gerðunum sem nota má sem sniðmát fyrir hátíðararmböndin þín.
Þú getur auðvitað líka sett þig í samband við söluteymið okkar ef þú þarft einstök hátíðararmbönd bæði í litlu og miklu magni.
Við búum til margvíslegar gerðir af hátíðararmböndum og getum komið til móts við langflestar óskir.
Flestir viðskiptavina okkar velja hátíðararmbönd af stærðinni 15x360 mm eða 20x360 mm. Báðar stærðir passa bæði fullorðnum og börnum því hægt er að stilla stærð armbandanna.
Ofnu gerðirnar eru vinsælar og margir viðskiptavinir velja hátíðararmbönd með prenti á einni eða báðum hliðum því þannig getur þú sérsniðið þau að þínum óskum. Við bjóðum líka upp á
pappírsarmbönd fyrir hátíðar eða armbönd úr öðrum efnum ef þú vilt ekki ofið armband.
Ef þú ert í vafa um hvaða hátíðararmband henti viðburðinum þínum best skaltu ekki hika við að setja þig í samband við okkur á spjallinu eða í
tölvupósti eða síma. Við erum til taks til að veita þér ráðgjöf um hátíðararmböndin og hvaða möguleikar eru í boði fyrir læsingar, hvernig eigi að hanna hátíðararmböndin og svara öðrum spurningum sem þú kannt að hafa.
Fyrir lita viðburði seljum við pakka með 10 eða fleiri ofnum hátíðararmböndum auk
lausna þar sem þú setur þau sjálf/ur saman, smelltu hér.
Við erum líka með margar aðrar gerðir af
armböndum.
Niðurhala .eps sniðmáti:
Sniðmát fyrir hátíðararmbönd 20 x 360 mm.
Sniðmát fyrir hátíðararmbönd 15 x 360 mm.
Niðurhala .pdf sniðmáti:
Sniðmát fyrir hátíðararmbönd 15 mm x 360 mm
Sniðmát fyrir hátíðararmbönd 20 mm x 360 mm Staðreyndir
- Pantaðu allt frá 50 stk. af ofnum eða prentuðum hátíðararmböndum
- Einstök og þægileg bönd í góðum gæðum
- Fáanlegt tvinnað við UV garn, sem lýsir í myrkri
- Fáanlegt með óslitinni númeraröð
- Stöðluð stærð er 15 x 360 mm, en eru einnig gerð 10 og 20 mm breidd.
- Allt að 9 mismunandi litir í sama armbandinu, sjá t.d. litir
- Einnig fáanlegt með smartlock smartlock lokunarkerfi
Lærðu hvernig eigi að hanna hátíðararmbönd hér á þessari síðu
Þegar þú hannar hátíðararmbönd hér á þessari síðu standa þér fjölbreyttir kostir til boða við hönnunina. Þú getur valið mismunandi hönnun, verð og öryggisstig.
Armbönd án texta
Þú getur valið armbönd með eða án texta. Ef þú velur ?án texta? er armbandið ódýrara en það er líka erfiðara að bera kennsl á það. Þú missir líka af auglýsingagildinu sem hlýst af því að nafn fyrirtækisins eða vörumerki viðburðarins sjáist á armbandinu.
Armbönd með texta
Þegar þú velur ?armband með texta? bjóðast þér fjölbreyttir kostir við hönnun armbandsins. Þú getur valið mismunandi hönnun, þar á meðal fánalitina og íslenska fána. Þú getur líka notað aðra evrópska fána. Þú getur líka fundið allt frá hauskúpum yfir í blómamyndir, pride-fána, hjartalöguð sniðmát og margt fleira.
Þú getur látið textann þinn passa við viðburðinn. Hafðu þó í huga að það er mikilvægt að allur textinn sé auðlæsilegur. Á þunnu armbandi er oft aðeins lítill hluti af löngum texta sýnilegur á hverjum tímapunkti. Þú getur líka endurtekið texta, til dæmis upphafsstafi eða ár eða eitthvað eins og ?VIP 20?, sem er skrifað hvað eftir annað á öllu armbandinu. Gakktu úr skugga um að velja leturgerð sem er auðlæsileg á bakgrunninum sem þú valdir. Þú ættir líka að velta fyrir þér hvort þú viljir að skilin á milli bakgrunnsmyndarinnar og textans séu greinileg. Það getur litið vel út að vera með svipaða liti á armbandinu (til dæmis gráir litir og svartur) en ef léleg lýsing er hjá dyravörðunum er það kannski ekki besta lausnin.
Lokunarkerfi
Þegar þú velur á milli málmhrings eða easy lock til að loka armbandinu velur þú meira en bara útlitið. Easy lock ætti að vera nálægt úlnliðnum svo að armbandið liggi þétt upp að og síðan ætti að klippa af það sem stendur út af svo erfiðara sé að svindla. Það þarf að loka málmhringnum með krumputöng til að tryggja að armbandinu sé rétt lokað. Kosturinn við málmhringinn er að þegar honum hefur verið lokað er ekki hægt að herða armbandið meira. Það þýðir að þú þarft ekki að eiga við gesti sem þurfa nýtt armband því þeir voru að fikta við easy lock-lokunarbúnaðinn og hertu armbandið of mikið.
Það tekur stuttan tíma að festa easy lock á úlnliðinn og því tekur mun minni tíma að setja slík armbönd á marga gesti á stuttum tíma. Það er líka auðvelt fyrir þá að taka armbandið af.
Þegar þú hefur hannað armböndin þín þarftu að ákveða hversu mörg þú þarft. Ef þú ert með margar gerðir skaltu setja hverja gerð í körfuna og ljúka pöntuninni þegar þú ert komin/n með öll armböndin.