Ljúktu við handavinnuna og skoðaðu úrvalið okkar af merkjum og miðum – fullkomið fyrir prjónaskap, hekl og innpökkun. Veldu á milli ofinna merkja, leðurmerkja, merkispjalda og límmiða, og bættu persónulegum blæ við hvert verkefni.
Gerðu handavinnuna ennþá persónulegri, og gleddu börnin og barnabörnin. Við erum með margskonar "Made by" merki á lager. Við erum líka með landafána á lager. Þar á meðal íslenska fánann. Hér finnurðu líka merki með textanum HANDGERT og Ömmupjón.
Made by merkin geturðu saumað í hliðarsauminn, í hálsmálið eða utan á - hvernig sem þú vilt. Á bakhlið merkisins er annað hvort stjarna eða hjarta, það fer eftir því hvað þú velur.