Reglur um persónuvernd - söfnun og notkun persónuupplýsinga
Meðhöndlun persónuupplýsinga - eftirfylgni samnings
Þegar þú kaupir hjá okkur færirðu inn fjölda persónuupplýsinga. Þessar upplýsingar eru sérstaklega:
- Nafn
- Heimilisfang
- Netfang
- Símanúmer
- Reikningsupplýsingar
Þessar persónuupplýsingar eru meðhöndlaðar til að vinna úr kaupunum, til að geta gengið frá þeim og eru aðeins geymdar í takmarkaðan tíma til að tryggja að allt fari sem skyldi. Um leið og ekki er lengur þörf á upplýsingunum er þeim eytt úr kerfinu okkar.
Ef þú pantaðir sendingu verða nafn þitt, heimilisfang, símanúmer og netfang gefin upp til sendingarfyrirtækisins til að hægt sé að afhenda þér vörurnar sem þú keyptir.
Meðhöndlun persónuupplýsinga - samþykki
Ef þú merktir við reitinn „Fá fréttabréf“ vinnum við með netfangið þitt og upplýsingarnar um kaup/skráningu hjá okkur þar til við þurfum ekki á þeim að halda lengur. Þetta þýðir að unnið er með upplýsingarnar þangað til þú gerir okkur kunnugt um að þú viljir ekki lengur frá tölvupóst frá okkur.
Þú getur dregið samþykkið til baka hvenær sem er. Þú getur annaðhvort gert þetta með því að smella á tengilinn neðst í tölvuskeytinu eða hafa samband við okkur í gegnum tölvupóst og gera okkur kunnugt um að þú viljir ekki lengur frá fréttabréf.
Öryggi upplýsinga
Burtséð frá því hvort við vinnum með persónuupplýsingarnar þínar til að uppfylla samninginn eða vegna þess að þú samþykktir það munum við ávallt meðhöndla persónuupplýsingarnar á öruggan og trúnaðarbundinn hátt og í samræmi við gildandi lög um persónuvernd og gagnavernd.
Upplýsingarnar verða aðeins notaðar í þeim tilgangi sem þeim er safnað í og þeim verður eytt þegar tilganginum hefur verið fullnægt eða þegar hann á ekki lengur við. Við notum þriðju aðila til að vinna með greiðsluupplýsingarnar þínar og kaupin þín í gegnum CRM-kerfið. Við gerðum samninga við þessa gagnavinnsluaðila um meðhöndlun gagna sem eru trygging okkar um að gildandi reglum um vernd persónuupplýsinganna þinna sé fylgt eftir.
Upplýsingaveiting, fyrirtaka, breyting, færanleiki gagna og eyðing
Þú getur haft samband við okkur hvenær sem er til að fá að vita hvaða persónuupplýsingar við geymum. Þetta er hægt með því að hafa samband við
Ikast Etiket A/S
CVR-nr.: 10402980
Neptunvej 6
7430 Ikast
Sími: 97 15 53 12
Netfang: info@ikastetiket.dk
Ef villur eru til staðar í upplýsingunum geturðu beðið um að þær séu leiðréttar hvenær sem er, en þú hefur einnig rétt á að fá upplýsingarnar sendar á almennu sniði (færanleiki upplýsinga). Ef þú vilt breyta upplýsingunum eða færanleika þeirra er þér einnig velkomið að skrifa okkur tölvupóst á netfangið hér fyrir ofan.
Ef þú vilt ekki að við meðhöndlum persónuupplýsingarnar þínar lengur eða að við takmörkum vinnslu persónuupplýsinganna skaltu vinsamlegast senda okkur beiðni á netfangið hér að ofan.
Upplýsingunum þínum (fyrir utan netfangið og aðrar viðeigandi upplýsingar ef þú samþykktir meðhöndlun upplýsinganna til að geta fengið tilboð) verður eytt 6 mánuðum eftir að þú móttekur vöruna/þjónustuna.
Ef þú vilt draga samþykki þitt um að unnið sé með netfangið þitt (til að við getum sent þér fréttabréfið og tilboð) til baka, geturðu gert það hvenær sem er með því að smella á tengilinn í tölvuskeytinu með fréttabréfinu. Ef þú vilt gera kvörtun um meðhöndlun persónuupplýsinganna af okkar hálfu geturðu sent hana til gagnaeftirlits Borgergade 28,5., 1300 København, sími 33 19 32 00 netfang: dt@datatilsynet.dk.
Reglur um vefkökur
Samskiptaupplýsingar/útgefandi
Ikast Etiket A/S
CVR-nr.: 10402980
Neptunvej 6
7430 Ikast
Sími: 97 15 53 12
Netfang: info@ikastetiket.dk
Kynning fyrir þá sem heimsækja okkur
Við hjá Ikast Etiket notum vefkökur á vefsvæðinu okkar til að gera notkun þína á vefsvæðinu okkar betri og auðveldari.
Vefkökur eru flókið hugtak en eru í raun smáforrit sem safna upplýsingum um hegðun þína á ákveðnu vefsvæði. Við notum þær meðal annars til að sjá hversu margar heimsóknir við höfum fengið á vefsvæðið og það efni sem er skoðað til að bæta upplifun notenda á vefsvæðinu. Til að stjórna vefsvæðum eru vefkökur notaðar á mörgum stöðum.
Þess að auki söfnum við einnig upplýsingum frá vefsvæðinu okkar, t.d. þegar þú fyllir út eyðublöð. Við vistum þessar upplýsingar til að geta notað þær á viðeigandi hátt og haft samband við þig.
GDPR/Personal Data Regulation tekur gildi 25. maí 2018 og við munum gera okkar besta til að vera í samræmi við reglugerðina til að tryggja að upplýsingarnar þínar séu eingöngu notaðar í þeim tilgangi sem þú samþykktir.
Með þessu reynum við að vera eins gagnsæ og hægt er til að veita þér góða innsýn í það hvernig við söfnum upplýsingum um þig og meðhöndlum þær.
Það er mikilvægt að þú vitir að þér er ávallt velkomið að skrifa okkur og spyrja spurninga um vefkökur og stefnu um persónuvernd.
Hvaða upplýsingum söfnum við?
Við söfnum aðeins þeim upplýsingum sem þú hefur gefið samþykki fyrir þegar þú heimsækir vefsvæðið okkar.
Við gætum beðið þig um:
- „Persónuupplýsingar“ - Persónuupplýsingar eru upplýsingar sem gætu auðkennt þig sem einstakling eða eiga aðeins við um þig. Þetta getur verið nafnið þitt, netfang eða símanúmer.
- „Aðrar upplýsingar“ - Þetta getur verið nafn fyrirtækisins, iðnaðargreinin sem þú starfar í eða vafrinn sem þú heimsóttir vefsvæðið okkar með.
- Grunnreglan er að við söfnum ekki „Viðkvæmum upplýsingum“. Í þeim felast upplýsingar um persónulega afstöðu, trú, kynþátt eða þjóðerni o.s.frv. Ef við þyrftum að safna slíkum upplýsingum myndum við vekja athygli þína á því áður en þú gefur þær upp.
Hvernig söfnum við upplýsingunum?
Við söfnum upplýsingum á mismunandi hátt. Beinan og óbeinan.
Þú veitir okkur til dæmis beinan aðgang að upplýsingunum þínum:
- Ef þú fyllir út eyðublað á vefsvæðinu okkar (burtséð frá þeim upplýsingum sem verða vistaðar í takmarkaðan tím)
- Skrifar okkur í gegnum spjallforrit á vefsvæðinu
- Svarar könnunum eða öðru svipuðu efni frá okkur
Við söfnum óbeinum upplýsingum á sjálfvirkan hátt þegar þú heimsækir vefsvæðið okkar. Þegar þú heimsækir vefsvæðið okkar í fyrsta sinn (sem og önnur vefsvæði) þarftu að smella á „Í lagi“ til að samþykkja notkun vefkaka. Þessar vefkökur hjálpa til við að safna upplýsingum um umferð á vefsvæðinu okkar og þjónustu sem við bjóðum upp á. Þessar upplýsingar geta t.d. verið:
- Upplýsingar um umferð (stafrænar)
- Staðsetning
- Vafri
Þessar upplýsingar geta ekki auðkennt þig sem einstakling en hjálpa okkur meðal annars að vita hversu margir eru að heimsækja vefsvæðið, hversu margir hafa haft samband eða keypt hluti til að viðhalda tölfræðigögnum um vefsvæðið.
Við getum ekki auðkennt einstaklinga með þessum upplýsingum en þær eru sjálfkrafa sendar til forritsins „Google Analytics“ sem þú getur fengið nánari upplýsingar um hér: Google Analytics
Ef þú vilt fá yfirlit yfir þær vefkökur sem við (og aðrir) notum geturðu fundið leiðbeiningar fyrir ýmsa vafra hér: Stjórnun vefkaka
Ef þú vilt vita hvaða vefkökur eru oft notaðar geturðu fengið nánari upplýsingar á danskemedier.dk
Hvers vegna/hvernig notum við upplýsingarnar sem við söfnum?
Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því hvers vegna og hvernig við notum upplýsingarnar sem við söfnum. Hér fyrir neðan eru nokkrar þeirra.
- Til að veita þér betri upplifun af vefsvæðinu okkar. Það gæti verið að við athugum hvernig þú venst vefsvæðinu okkar til að gera okkur kleift að uppfæra það síðar og auðvelda notkun þess.
- Það gæti verið til að birta þér kynningarefni á vörum okkar síðar meir eða með öðrum hætti. Það gæti einnig verið til að stöðva sendingu kynningarefnis ef þú hefur þegar keypt vöruna.
- Til að svara beiðni frá þér.
- Til að vita hversu margir heimsækja vefsvæðið okkar daglega, mánaðarlega eða árlega.
Það eru margar ástæður fyrir því að við söfnum upplýsingum en þegar allt kemur til alls er það aðallega til að bæta fyrirtækið okkar og upplifun viðskiptavina/notenda vefsvæðisins.
Fáðu aðgang að, leiðréttu og eyddu upplýsingum um þig
Þér er velkomið að hafa samband við okkur til að vita hvaða tegund upplýsinga við geymum um þig og að biðja um að þeim sé eytt ef þú óskar þess.
Við skrifuðum þessa efnisgrein til að gera þér kunnugt um þær upplýsingar sem við söfnum og við vonum að hún reynist þér gagnleg til að komast að því hvers vegna og hvernig við notum upplýsingarnar sem við söfnum á vefsvæðinu.
Við gætum að upplýsingunum þínum og munum aldrei deila þeim eða selja.